05.12.2019

Greiðsluskilmálar

Velkomin/n á skráningarsíðu Golfklúbbs Suðurnesja. Vinsamlegast skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum hér fyrir ofan til að staðfesta greiðslur vegna félagsgjalda. Allar nánari upplýsingar um innskráningu í Nóra félagakerfi er að finna hér efst á síðunni undir „leiðbeiningar“. Þegar félagsmaður hefur skráð sig inn kemur val um námskeið í boði fyrir aftan nafn þess sem skráir sig inn. Eftir að námskeiðið er valið er komið inn á greiðslusíðu þar sem möguleiki er á mismunandi greiðsluleiðum. Hægt er að skipta greiðslum í heimabanka í allt að 4 kröfur (kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka). Hægt er að skipta greiðslum með greiðslukorti í allt að 10 skipti (fer eftir hvenær greiðsla byrjar). Gjalddagi/eindagi er 2. hvers mánaðar. Sé gengið frá greiðsluskráningu fyrir 1. febrúar 2021 er innfalið annað hvort kaffikort eða 10 æfingaboltafötur í áfyllingu (ekki bæði). Þeir sem ekki hafa hafa greitt árgjald 2021 eða skráð greiðslu fyrir 1. apríl (þarf ekki að hafa klárað að greiða allt) eru taldir ekki ætla að vera í klúbbnum og hafa því ekki aðgang að Golfbox. Athugið að öll félagsgjöld eru greidd hér í gegnum greiðslukerfið Nóra.

NoriAndroid
NoriAndroid
NoriAndroid
NoriAndroid